Austurstræti 22 rifið

Byrjað var í gær að rífa eitt elsta hús Reykjavíkurborgar, Austurstræti 22. Húsið var byggt árið 1801 og átti sér því langa sögu. Trampe greifi keypti húsið fáeinum árum eftir að það var byggt, og var svo handtekinn í því árið 1809, þegar Jörundur hundadagakonungur tók völdin á Íslandi og settist að í húsinu.

Í húsinu voru svo lengi verslanir og veitingastaðir, en skemmtistaðurinn Pravda var rekinn í húsinu þegar það gjöreyðilagðist í brunanum í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum.

Óvíst er hvað kemur í stað hússins, hugmyndir eru uppi um að byggja nýtt hús í upprunalegri mynd, en núverandi eigendur vilja nýta sér rétt sem til staðar er til byggingar á mun stærra húsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert