Bæjarstjóraskipti hjá Mosfellsbæ um mánaðamótin

Haraldur Sverrisson.
Haraldur Sverrisson.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir hættir sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar á föstudag eftir rétt rúmlega fimm ára starf, en Ragnheiður var kjörin til setu á Alþingi í vor. Við starfi Ragnheiðar tekur Haraldur Sverrisson, núverandi skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Haraldur Sverrisson er viðskiptafræðingur að mennt og með framhaldsnám í fjármálum frá University of Arizona í Bandaríkjunum. Haraldur Sverrisson er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur viðskiptafræðingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert