Besta kartöfluspretta í rúma öld

Fann­ar Ólafs­son kart­öflu­bóndi er kampa­kát­ur með kart­öflu­sprett­una í ár og tel­ur frá­sagn­ir í fjöl­miðlum af upp­skeru­bresti mjög mis­vís­andi. Fann­ar rækt­ar kart­öfl­ur á Þykkvabæj­ar­svæðinu, á Háfi II, og seg­ir ná­granna sína al­mennt ánægða með sprett­una.

Hann seg­ir ný­legt næt­ur­frost langt því frá vera kart­öflu­bænd­um til ama, held­ur sé það þvert á móti heil­mik­il bú­bót því það spari bænd­um bar­áttu við mygl­una sem kemst ann­ars í grös­in. Þökk sé frost­inu þarf því hvorki að eitra fyr­ir mygl­unni né held­ur að eyða kál­inu í lok mánaðar til þess að sporna við of­vexti í kart­öfl­un­um því grös­in eru nú full­sprott­in að sögn Fann­ars. „Þetta er sparnaður upp á um 200 þúsund krón­ur fyr­ir meðalbú."

Fann­ar seg­ir eitt­hvert tjón hafa orðið um versl­un­ar­manna­helg­ina vegna næt­ur­frosts, en óvíða varð það mikið. Þurrk­ar drógu úr sprett­unni í sum­ar en nú er allt orðið full­sprottið. „Upp­sker­an af rauðum kart­öfl­um hjá mér er t.d. tutt­ugu og fimm­föld, þetta er al­gjört metár," sagði Fann­ar að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert