Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar

mbl.is/Þorsteinn J. Tómasson

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson af lagði af stað frá Ísafirði um klukkan 16:45 í dag með Bjarna Sæmundsson í togi til Akureyrar, en það síðarnefnda missti stýrið undan sér um 30 sjómílur frá landi.

Lóðsbáturinn Sturla Halldórsson frá Ísafirði sótti Bjarna og dró til Ísafjarðar, þar sem það beið komu Árna. Þegar skipin létu úr höfn aðstoðaði Sturla Bjarna við það að komast klakklaust út úr höfninni og út fyrir Mávagarð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert