Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar

mbl.is/Þorsteinn J. Tómasson

Haf­rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son af lagði af stað frá Ísaf­irði um klukk­an 16:45 í dag með Bjarna Sæ­munds­son í togi til Ak­ur­eyr­ar, en það síðar­nefnda missti stýrið und­an sér um 30 sjó­míl­ur frá landi.

Lóðsbát­ur­inn Sturla Hall­dórs­son frá Ísaf­irði sótti Bjarna og dró til Ísa­fjarðar, þar sem það beið komu Árna. Þegar skip­in létu úr höfn aðstoðaði Sturla Bjarna við það að kom­ast klakk­laust út úr höfn­inni og út fyr­ir Mávag­arð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert