Eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Vesturveg í Vestmannaeyjum nú síðdegis. Að sögn lögreglu voru slökkviliðsmenn fljótir á staðinn og náðu þeir strax tökum á eldinum, sem kviknaði út frá steikingarpotti. Þrennt var í húsinu þegar eldurinn kom upp og komust allir greiðlega út. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang en slökkvistarf gekk vel. Húsið er mikið skemmt ef ekki ónýtt.