Fyrsta demantasýningin á Íslandi

Demantar endast að eilífu, segir einhvers staðar.
Demantar endast að eilífu, segir einhvers staðar. mbl.is

Slípaðir og óslípaðir dem­ant­ar og hundruð dem­ants­skart­gripa verða meðal sýn­ing­ar­gripa á ÍSMÓTI 2007 og er það í fyrsta sinn sem dem­anta­sýn­ing opin al­menn­ingi er hald­in hér á landi. ÍSMÓT 2007 er Íslands­meist­ara­mót hársnyrta, snyrti­fræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljós­mynd­ara inn­an Sam­taka iðnaðar­ins og verður haldið í Íþrótta- og sýn­ing­ar­höll­inni í Laug­ar­dal helg­ina 1.-2. sept­em­ber.

Það er fyr­ir­tækið Dem­ant­ar.is sem sýn­ir dem­ant­ana og hleyp­ur heild­ar­verðmæti sýn­ing­ar­grip­anna á hundruðum millj­óna króna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar má til dæm­is nefna dem­ants­háls­men að verðmæti um 15 millj­ón­ir króna, dem­ants­hring sem kost­ar um 11 millj­ón­ir og óslípaðan 16 karata dem­ant sem gæti orðið um 15 millj­óna króna virði slípaður.

Auk Dem­anta.is mun versl­un­in Gull og Silf­ur sýna dem­ants­skart­gripi, auk þess sem 35 skart­grip­ir keppa um titil­inn „skart­grip­ur árs­ins“. Eins og gef­ur að skilja verður ör­ygg­is­gæsla mjög mik­il þar sem þessi hluti sýn­ing­ar­inn­ar fer fram, enda mik­il verðmæti í húfi, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

Upp­lýs­ing­ar um sýn­ing­una ÍSMÓT 2007

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert