Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur að til­lögu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar ákveðið að heim­ilt verði að hefja loðnu­veiðar 1. nóv­em­ber 2007. Bráðbirgðakvóti fyr­ir kom­andi vertíð hef­ur verið ákveðinn 205 þús. lest­ir og koma þar af rúm­ar 145 þús. lest­ir í hlut ís­lenskra loðnu­skipa sam­kvæmt ákvæðum samn­inga um nýt­ingu loðnu­stofns­ins.

Við þessa ákörðun er miðað við að heild­arkvóti kom­andi vertíðar verði 308 þús. lest­ir og gangi það eykst heild­arkvóti ís­lensku loðnu­skip­anna rétt um 100 þús. lest­ir. Ljóst er hins veg­ar að loðnu­rann­sókn­ir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar á hausti kom­andi gætu leitt til breyt­inga á leyfi­legu heild­ar­magni, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert