Losunarheimildir verða ókeypis

Eft­ir Hlyn Orra Stef­áns­son - hlyn­ur@bla­did.net

Ekki verður tekið gjald fyr­ir heim­ild­ir til los­un­ar kolt­ví­sýr­ings hér á landi, þrátt fyr­ir að ljóst sé orðið að mun meiri eft­ir­spurn sé eft­ir heim­ild­un­um held­ur en fram­boð. Þar til gerð nefnd út­hlut­ar heim­ild­un­um í næsta mánuði, en þegar hef­ur verið sótt um heim­ild til að losa 14.112 þúsund tonn af kolt­ví­sýr­ingi til árs­ins 2012, en sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni hafa ís­lensk stjórn­völd ein­ung­is til út­hlut­un­ar 10.500 þúsund tonn á tíma­bil­inu.

Magnús Jó­hann­es­son, ráðuneyt­is­stjóri í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, seg­ir rík­is­stjórn mega sam­kvæmt til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins selja 10 pró­sent los­un­ar­heim­ild­anna, rest­in skuli vera gjald­frjáls. Til­skip­un þessi fell­ur þó ekki und­ir EES og er því ekki far­in að taka gildi hér á landi.

„Ég tel að í framtíðinni eigi að fara þá leið að láta greiða fyr­ir los­un­ar­heim­ild­ir," seg­ir Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra. „Hins veg­ar eru hend­ur okk­ar bundn­ar af Evr­ópu­til­skip­un um þessi mál, þótt hún sé að vísu ekki tek­in gild hér á landi. Þessi mál eru í þróun í Evr­ópu og við mun­um að öll­um lík­ind­um hegða okk­ur eins og ríki Evr­ópu­sam­bands­ins í þess­um efn­um."

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra tek­ur und­ir með iðnaðarráðherra. „Mín skoðun er sú að fyr­ir af­nota­rétt af tak­mörkuðum auðlind­um sem skil­greind­ar eru sem sam­eig­in­leg eign skuli al­mennt greiða af­nota­gjöld fyr­ir."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert