Þjóðinni boðið í tíma í þjóðhagfræði

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands býður öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja sér að kostnaðarlausu háskólafyrirlestra í þjóðhagfræði handa byrjendum. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskipta- og hagfræðideild býður þjóðinni í þakkarskyni að sækja fyrirlestrana.

Í tilkynningu segir, að þjóðhagfræði I sé inngangsnámskeið og krefjist ekki sérstaks undirbúnings umfram almenna menntun til stúdentsprófs eða samsvarandi. Til að áhugasamir gestir geti nýtt sér kennsluna sem best verði upplýsingavefur námskeiðsins hafður opinn og aðgengilegur öllum. Þar verði hægt að nálgast glærur og annað ítarefni tengt fyrirlestrunum og upplýsingar um efni þeirra. Vefslóðin verður kynnt á námskeiðinu.

Fyrirlesarinn er Þorvaldur Gylfason prófessor, og heldur hann fyrirlestra sína einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 12:30 til 15:40 í sal H3 í Háskólabíói. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 4. september kl. 12:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert