Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/RAX

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur und­ir­búið gerð fag­legs ógn­ar­mats fyr­ir Ísland. Ingi­björg Sól­rún sagði, þegar hún ávarpaði ráðstefnu um auðlind­ir á norður­slóðum í dag, að slíkt mat hefði skort en það væri löngu tíma­bært og all­ar áætlan­ir um viðbúnað væru ófull­nægj­andi án slíkr­ar und­ir­stöðu.

Ingi­björg Sól­rún sagði ljóst, að í ís­lenskri stjórn­skip­un þurfi að út­færa lýðræðis­legri vinnu­brögð en hingað til hafi tíðkast þegar komi að þjóðarör­yggi og skil­greina bet­ur þau mörk sem alltaf hljóti að vera milli þess sem lúti al­mennri upp­lýs­inga­skyldu og hins sem sér­stak­ur trúnaður verði að ríkja um.

„Al­mennt má segja að umræðuna þurfi að efla og skapa ein­ingu og sátt um grund­vall­ar­atriði. Slík sátt er í meg­in­at­riðum fyr­ir hendi í ná­granna­ríkj­um okk­ar og það er eng­in ástæða til þess fyr­ir Íslend­inga að viðhalda átaka­hefð í eig­in mati á vörn­um og þjóðarör­yggi: Varn­ir eru sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir þjóðar­inn­ar, mik­il­vægt er að þær séu ekki und­ir­orpn­ar póli­tísk­um svipti­vind­um á heima­velli held­ur byggðar á ígrunduðu mati á þeim váboðum sem þjóðin stend­ur and­spæn­is á hverj­um tíma. Um þetta eig­um við að ná sátt­um," sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagði, að nauðsyn­legt væri að gera skýr­an grein­ar­mun á innra ör­yggi í ís­lensku sam­fé­lagi og ytra þjóðarör­yggi og sam­starfi Íslands við aðrar þjóðir á því sviði. Þá sagði hún að Ísland muni aldrei taka að sér að gegna hlut­verki í sam­bandi við svo­kallaðar „harðar” varn­ir og ekki stæði til að stofna ís­lenskt varn­ar­lið, eða her. Hlut­verk Íslands verði hins veg­ar þeim mun meira áber­andi á grunni „mýkri” varna þar sem ut­an­rík­isþjón­ust­an gegni lyk­il­hlut­verki og starf á sviði friðargæslu og þró­un­araðstoðar væri í önd­vegi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert