Ástarkartafla í Bolungarvík

Bolvíska ástarkartaflan.
Bolvíska ástarkartaflan. mynd/bb.is

Áhrifa nýliðinn­ar Ástar­viku í Bol­ung­ar­vík gæt­ir víða og greini­legt er að ástúðin og um­hyggj­an sem um­vefja bæ­inn þessa viku í ág­úst hafa sterk áhrif á um­hverfið.

Svo virðist sem jarðveg­ur­inn í bæn­um sé far­inn að halda merki ástar­inn­ar á lofti en íbúi við Hlíðarstræti fékk óvænt­an glaðning um dag­inn þegar hann var að taka upp kart­öfl­ur í soðið í garðinum sín­um. Fal­leg hjarta­laga kart­afla kom upp úr mold­inni, líkt og til að minna á ást­ina og kær­leik­ann.

Bol­vík­ing­ar taka sér ým­is­legt fyr­ir hend­ur í Ástar­vik­unni, fara í bíla­bíó, laut­ar­ferðir og á tón­leika, auk þess sem þeir vinna hörðum hönd­um að því að fjölga Bol­vík­ing­um. Nú er mál manna í Vík­inni að hefja eigi rækt­un á hjarta­laga kart­öfl­um til að setja á markað fyr­ir næstu Ástar­viku.

bb.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka