Ökumaður fólksbíls varð fyrir því óláni í kvöld að bakka bifreið yfir gangstétt og niður litla brekku með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á fjölbýlishús sem er við Hringbraut í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu barst tilkynning um óhappið rúmlega sjö í kvöld. Engan sakaði.
Slökkvilið var kallað á staðinn þar sem mikill reykur hafði myndast eftir að ökumaðurinn hafði gert tilraun til þess að komast aftur upp á veg. Enginn reyndist eldurinn vera heldur hafði kælivökvinn ofhitnað.
Tildrög óhappsins liggja ekki fyrir