Bakkaði á fjölbýlishús

mbl.is/Ásgeir Þorgeirsson

Ökumaður fólks­bíls varð fyr­ir því óláni í kvöld að bakka bif­reið yfir gang­stétt og niður litla brekku með þeim af­leiðing­um að bif­reiðin rakst á fjöl­býl­is­hús sem er við Hring­braut í Hafnar­f­irði. Að sögn lög­reglu barst til­kynn­ing um óhappið rúm­lega sjö í kvöld. Eng­an sakaði.

Slökkvilið var kallað á staðinn þar sem mik­ill reyk­ur hafði mynd­ast eft­ir að ökumaður­inn hafði gert til­raun til þess að kom­ast aft­ur upp á veg. Eng­inn reynd­ist eld­ur­inn vera held­ur hafði kæli­vökvinn of­hitnað.

Til­drög óhapps­ins liggja ekki fyr­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert