Bátkuml finnst í Aðaldal

Fornleifafræðingar að störfum við Litlu-Núpa.
Fornleifafræðingar að störfum við Litlu-Núpa. mbl.is/Atli

„Þetta eru stór tíðindi í forn­leifa­rann­sókn­um sum­ars­ins,” seg­ir Ad­olf Friðriks­son for­stöðumaður Forn­leif­a­stofn­un­ar Íslands þegar bátkuml fannst í gær á eyðibýl­inu Litlu-Núp­um í Aðal­dal. Um tvíkuml er að ræða því tveir forn­menn hafa verið heygðir í bátn­um og fund­ust hauskúp­ur þeirra beggja auk lær­leggja og annarra smærri beina. Bátkuml hef­ur ekki fund­ist á Íslandi í 43 ár og þetta er ein­ung­is sjötta bátkumlið sem finnst í land­inu.

Bát­ur­inn mun hafa verið 7 metr­ar á lengd og 1,8 metr­ar á breidd. Fund­ur­inn er einnig merki­leg­ur vegna þess að þetta er tölu­vert langt inni í landi og því mörg­um spurn­ing­um enn ósvarað um bát­inn.

Rúst­ir eyðibýl­is­ins Litlu-Núpa eru fyr­ir margra hluta sak­ir at­hygl­is­verðar, en þær eru um­lukt­ar tveim­ur mikl­um garðlög­um og tún­in sem garðarn­ir af­marka eru óvenju stór. Inn­an túng­irðing­ar er að finna fjöl­marg­ar tóft­ir og sam­kvæmt forn­leif­a­skrán­ingu sem gerð var sum­arið 2003 af­mark­ar ytri túng­arður­inn allt að 24 hekt­ara svæði. Þar eru a.m.k. 13 tóft­ir og þrjú stór gerði, en öll þessi mann­virki eru forn­leg og sig­in að und­an­skild­um beit­ar­hús­un­um sem eru mun yngri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert