Bragi Þorfinnsson efstur á Íslandsmótinu í skák

Bragi Þorfinnsson og Róbert Harðarson tefla.
Bragi Þorfinnsson og Róbert Harðarson tefla.

Bragi Þorfinnsson er efstur með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmótsins í skák sem fram fór í gærkvöldi en Bragi vann Róbert Harðarson. Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson við Snorra G. Bergsson.

Hannes, Þröstur og Stefán Kristjánsson eru í 2.-4. sæti með 1,5 vinning. Á morgun mætast efstu menn en þá tefla saman Hannes og Bragi annarsvegar og Stefán og Þröstur hinsvegar.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru efstar og jafnar með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmóts kvenna. Hallgerður vann Elsu Maríu Þorfinnsdóttur, Guðlaug vann Sigríði Björg Helgadóttur og Harpa vann Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur. Taflmennskan í dag hefst kl. 17 en teflt er í skákhöllinni Faxafeni 12.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert