Dularfullt ísbjarnarhvarf

Ísbjörninn sem hvarf.
Ísbjörninn sem hvarf. mbl.is/

Þann 15. ág­úst síðast liðinn hvarf ís­björn úr versl­un­ar­miðstöðinni Kringl­unni í Reykja­vík milli klukk­an 14 og 16. Ísbjörn­inn var einn af sjö slík­um og hluti af sýn­ingu mynd­lista­manns­ins Bjarka Braga­son­ar. Verkið nefn­ist The First One To Go og var ís­björn­inn staðsett­ur á 2. hæð kringl­unn­ar fyr­ir fram­an Hag­kaupsversl­un­ina þar sem hann lá og klóraði sér hæg­lát­lega á bring­unni.

Verkið var hluti af sýn­ing­unni Miðbaug­ur og Kringla, leisure adm­in­istrati­on and control sem var sam­starfs­verk­efni 11 nor­rænna mynd­list­ar­manna sem unnu verk sín út­frá rými Kringl­unn­ar og miðbæj­ar Reykja­vík­ur.

„Þetta voru staðbund­in verk sem áttu að eiga sam­tal við al­menn­ing sem not­ar svæðið," sagði Bjarki í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Björn­inn sem hvarf er einn og hálf­ur metri á hæð sitj­andi með langa raf­magns­snúru og þótti mynd­list­ar­mann­in­um það nokkuð spaugi­legt að sjá fyr­ir sér fólk bera þetta út úr Kringl­unni um há­bjart­an dag án þess að nokk­ur gerði við það at­huga­semd.

Lög­regl­an rann­sak­ar nú málið og eru þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um það vin­sam­leg­ast beðnir að hringja í síma 8919447 eða hafa sam­band við lög­regl­una í Reykja­vík í síma 4441000.

Sjö ísbirnir voru hluti af sýningu Bjarka en einum þeirra …
Sjö ís­birn­ir voru hluti af sýn­ingu Bjarka en ein­um þeirra var stolið. mbl.is
Verkið er ádeila á ofnotkun einkabílsins og áhrif hans á …
Verkið er ádeila á of­notk­un einka­bíls­ins og áhrif hans á um­hverfið. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert