Hannes Hlífar tók forustuna á Íslandsmótinu í skák

Hannes Hlífar Stefánsson hefur tekið forystuna á Íslandsmótinu í skák eftir sigur á Braga Þorfinnssyni í þriðju umferð í kvöld. Er Hannes Hlífar með 2,5 vinning. Lenka Ptácníková vann Ingvar Þór Jóhannesson en öðrum skákum lauk með jafntefli. Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson, sem gerðu jafntefli eru í 2.-4. sæti með 2 vinninga ásamt Braga.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru efstar og jafnar á Íslandsmóti kvenna með fullt hús eftir 3 umferðir. Hallgerður, sem er aðeins 15 ára, vann Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur en Harpa vann Sigríði Björg Helgadóttur. Guðlaug Þorsteinsdóttir er í þriðja sæti með 2 vinninga en hún sat yfir og er því einnig taplaus. Þorvarður Fannar Ólafsson og Einar Valdimarsson eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni 3. umferð í áskorendaflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert