Harley Davidson styrkir Umhyggju

Harley Davidson eigendur studdu við bakið á starfi Umhyggju á Menningarnótt með sínum árlega hjólarúnti í miðborg Reykjavíkur. Áhugasömum gafst gegn hóflegu framlagi tækifæri á að fara hring með vönum vélhjólaköppum á glæsifákum og jafnt börn sem fullorðnir nýttu sér tækifærið til að upplifa gamlan draum - eða létu undan skyndihugdettu, að því er segir í tilkynningu.

Allur ágóði rann óskiptur til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Féð var afhent fulltrúa Umhyggju í húsakynnum Harley Davidson umboðsins 29. ágúst sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert