Háskólakennurum fjölgaði milli áranna 2005 og 2006 úr 1832 í 2052 eða um 12%. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur stöðugildum þó fækkað minna eða um 7,3%. Alls voru starfsmenn skóla á háskólastigi 2990 í 2198 stöðugildum í nóvember á síðasta ári og hafði fjölgað um 8,5%.
Kynjamunur eftir störfum var svipaður í nóvember 2006 og undanfarin ár. Karlmenn voru fleiri í stöðum rektora, prófessora og dósenta. Meðal lektora, aðjúnkta og lausráðinna stundakennara voru konur hins vegar fleiri en karlar. Konur í hópi rektora voru tvær eins og undanfarin ár en karlar átta talsins. Af 236 prófessorum voru 44 konur eða 18,6% og hefur konum fjölgað um 1,2 prósentur í hópi prófessora frá fyrra ári.
Í nóvember 2006 voru karlar 51,9% háskólakennara í 750 stöðugildum en konur 48,1% starfsmanna í 588 stöðugildum. Hagstofan segir að háskólastigið sé eina skólastigið þar sem karlar eru í meirihluta meðal starfsfólks við kennslu en á neðri skólastigunum eru konur nú fleiri en karlar meðal kennara.