Háskólakennurum fjölgaði um 12% milli ára

Háskólum og þar af leiðandi starfsmönnum þeirra hefur fjölgað mikið …
Háskólum og þar af leiðandi starfsmönnum þeirra hefur fjölgað mikið undanfarin ár. mbl.is/ÞÖK

Há­skóla­kenn­ur­um fjölgaði milli ár­anna 2005 og 2006 úr 1832 í 2052 eða um 12%. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stof­unn­ar hef­ur stöðugild­um þó fækkað minna eða um 7,3%. Alls voru starfs­menn skóla á há­skóla­stigi 2990 í 2198 stöðugild­um í nóv­em­ber á síðasta ári og hafði fjölgað um 8,5%.

Kynjamun­ur eft­ir störf­um var svipaður í nóv­em­ber 2006 og und­an­far­in ár. Karl­menn voru fleiri í stöðum rek­tora, pró­fess­ora og dós­enta. Meðal lek­tora, aðjúnkta og laus­ráðinna stunda­kenn­ara voru kon­ur hins veg­ar fleiri en karl­ar. Kon­ur í hópi rek­tora voru tvær eins og und­an­far­in ár en karl­ar átta tals­ins. Af 236 pró­fess­or­um voru 44 kon­ur eða 18,6% og hef­ur kon­um fjölgað um 1,2 pró­sent­ur í hópi pró­fess­ora frá fyrra ári.

Í nóv­em­ber 2006 voru karl­ar 51,9% há­skóla­kenn­ara í 750 stöðugild­um en kon­ur 48,1% starfs­manna í 588 stöðugild­um. Hag­stof­an seg­ir að há­skóla­stigið sé eina skóla­stigið þar sem karl­ar eru í meiri­hluta meðal starfs­fólks við kennslu en á neðri skóla­stig­un­um eru kon­ur nú fleiri en karl­ar meðal kenn­ara.

Til­kynn­ing Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert