Hlutafélagavæðing OR rædd á stjórnarfundi í dag

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Fjallað verður um til­lögu um hluta­fé­laga­væðingu Orku­veitu Reykja­vík­ur á stjórn­ar­fundi eft­ir há­degi í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Degi B. Eggerts­syni, full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í stjórn OR, og Svandísi Svavars­dótt­ur, full­trúa VG. Segja þau að stjórn­ar­formaður OR hafi hafnað beiðni þeirra um að af­greiðslu máls­ins yrði frestað.

Í til­kynn­ingu frá Degi og Svandísi kem­ur fram að eng­in umræða um þessa hug­mynd hafi farið fram og mál­inu var ekki hreyft á ný­af­stöðnum aðal­fundi.

„Tveir aðal­menn í stjórn Orku­veit­unn­ar, Dag­ur B. Eggerts­son og Svandís Svavars­dótt­ir eru stödd á stjórn­ar­fundi Sam­bands­ins ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á Ísaf­irði. Hvor­ugt þeirra fékk send fund­ar­gögn vegna máls­ins.

Nú laust fyr­ir há­degið hafnaði stjórn­ar­formaður Orku­veit­unn­ar rök­studdri ósk um að fresta af­greiðslu máls­ins. Þetta er for­dæm­is­laust og frek­legt brot gegn eðli­leg­um vinnu­brögðum í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Þessu mót­mæla und­ir­ritaðir stjórn­ar­menn harðlega," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Degi B. Eggerts­syni og Svandísi Svavars­dótt­ur.

Segja þau að sér­staka at­hygli veki að rök­stuðning­ur til­lög­unn­ar er með vís­an til þess að „tíma­bært er að leysa úr læðingi krafta einkafram­taks­ins svo að ís­lensk sérþekk­ing og hug­vit fái notið sín til fulls í út­rás orku­fyr­ir­tækja".

„Einka­væðing Orku­veit­unn­ar væri þvert á margít­rekaðar yf­ir­lýs­ing­ar borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ans í Reykja­vík. Offorsið sem ein­kenn­ir hins veg­ar of­an­greinda málsmeðferð hlýt­ur hins veg­ar að vekja fjöl­marg­ar spurn­ing­ar og tor­tryggni um að einka­væða eigi Orku­veit­una á hlaup­um. Þetta er stór­mál sem þarfn­ast víðtækr­ar sam­fé­lags­legr­ar umræðu. Sam­fylk­ing­in og VG munu óska eft­ir því að rekstr­ar­form Orku­veit­unn­ar verði sett á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar á þriðju­dag­inn í næstu viku," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Degi og Svandísi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert