Icelandair segir upp tugum flugmanna og flugfreyja

Tugum flugmanna og flugfreyja Icelandair hefur verið sagt upp.
Tugum flugmanna og flugfreyja Icelandair hefur verið sagt upp. mbl.is/Rax

Icelanda­ir hef­ur ákveðið að segja upp 25 flug­mönn­um og 39 flug­freyj­um og flugþjón­um, alls 29 stöðugild­um, frá og með 1. des­em­ber nk. Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is. Guðjón seg­ir að þetta muni ekki koma til með að hafa áhrif á áætl­un­ar­flug fé­lags­ins.

Guðjón seg­ir stöðuna í alþjóðal­eiguflug­inu vera óljósa á þess­um árs­tíma. Unnið sé að því að afla arðbærra verk­efna á þessu sviði. „Við von­umst til þess að það komi já­kvæð niðurstaða út úr því á næstu vik­um,“ sagði Guðjón.

Hann bæt­ir því jafn­framt við að öðru flug­fólki verði boðið að taka launa­laust leyfi, eða minnka við sig tíma­bundið í vinnu, á þessu tíma­bili. Upp­sagn­irn­ar voru til­kynnt­ar starfs­fólk­inu í dag og í gær.

Guðjón bend­ir á að flugrekst­ur Icelanda­ir snú­ist ann­ar­s­veg­ar um áætl­un­ar­flugið og hins­veg­ar um alþjóðlegt leiguflug, sem starfs­menn Icelanda­ir sinni fyr­ir loft­leiðir. „Það er veru­leg árstíðasveifla í þess­ari starfs­semi, þannig að við erum með um 1.000 manns í flug­stétt­um, flug­menn ann­ar­s­veg­ar og flug­freyj­ur og flugþjóna hins­veg­ar, yfir sum­arið. En kannski um 700 yfir vet­ur­inn. Þannig að það koma um 300 manns á vor­in og fara út á haust­in,“ seg­ir Guðjón. Staðan sé hins­veg­ar sú í leiguflug­inu að nauðsyn­legt hafi verið að segja upp 64 fa­stráðnum starfs­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka