Jákvæð niðurstaða úr borun á Þeistareykjum

Frá Þeistareykjum
Frá Þeistareykjum

Nú um helgina lauk borun á holu 4 á Þeistareykjum og er endanleg dýpt holunnar um 2200 m. Við borun holunnar var borað í gegnum sprungusveim á 2000 m. dýpi og eru vísbendingar um að þetta verði öflugasta holan á Þeistareykjum til þessa.

Undirbúningur að borun holu 5 er þegar í gangi og hefst borun á næstu dögum. Borholurnar sem boraðar verða í sumar eru boraðar frá sama borplani í sitt hvora stefnuna, og eru jafnframt á sama borplani og hola 1 sem boruð var 2002, að því er segir á vef Orkuveitu Húsavíkur.

Hola 1 er 340°C heit og er um 6-7 MWraf. Eftir boranir sumarsins verður búið að afla um 75% af þeirri gufu sem þarf frá Þeistareykjum fyrir fyrri áfanga álvers á Húsavík.

Hola 5 á Þeistareykjum verður fjórða borholan af fimm sem boraðar verða í Þingeyjarsýslum á árinu vegna álvers við Húsavík. Áður hafa verið boraðar tvær holur við Kröflu og verður ein hola boruð þar til viðbótar eftir að borun holu 5 á Þeistareykjum líkur. Framkvæmdakostnaður við þessa jarðhitaleit í ár verður tæpur 1,5 miljarður sem er svipuð upphæð og á síðustu árum.

Eftir boranir sumarsins verður gufuöflun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum nægjanleg til að framleiða um 150 MWraf. Fyrri áfangi álvers á Húsavík þarf um 200 MW af rafmagni á miðju ári 2012 og önnur 200 MW 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert