Jákvæð niðurstaða úr borun á Þeistareykjum

Frá Þeistareykjum
Frá Þeistareykjum

Nú um helg­ina lauk bor­un á holu 4 á Þeistareykj­um og er end­an­leg dýpt hol­unn­ar um 2200 m. Við bor­un hol­unn­ar var borað í gegn­um sprungu­sveim á 2000 m. dýpi og eru vís­bend­ing­ar um að þetta verði öfl­ug­asta hol­an á Þeistareykj­um til þessa.

Und­ir­bún­ing­ur að bor­un holu 5 er þegar í gangi og hefst bor­un á næstu dög­um. Bor­hol­urn­ar sem boraðar verða í sum­ar eru boraðar frá sama borplani í sitt hvora stefn­una, og eru jafn­framt á sama borplani og hola 1 sem boruð var 2002, að því er seg­ir á vef Orku­veitu Húsa­vík­ur.

Hola 1 er 340°C heit og er um 6-7 MWraf. Eft­ir bor­an­ir sum­ars­ins verður búið að afla um 75% af þeirri gufu sem þarf frá Þeistareykj­um fyr­ir fyrri áfanga ál­vers á Húsa­vík.

Hola 5 á Þeistareykj­um verður fjórða bor­hol­an af fimm sem boraðar verða í Þing­eyj­ar­sýsl­um á ár­inu vegna ál­vers við Húsa­vík. Áður hafa verið boraðar tvær hol­ur við Kröflu og verður ein hola boruð þar til viðbót­ar eft­ir að bor­un holu 5 á Þeistareykj­um lík­ur. Fram­kvæmda­kostnaður við þessa jarðhita­leit í ár verður tæp­ur 1,5 milj­arður sem er svipuð upp­hæð og á síðustu árum.

Eft­ir bor­an­ir sum­ars­ins verður gufu­öfl­un á há­hita­svæðum í Þing­eyj­ar­sýsl­um nægj­an­leg til að fram­leiða um 150 MWraf. Fyrri áfangi ál­vers á Húsa­vík þarf um 200 MW af raf­magni á miðju ári 2012 og önn­ur 200 MW 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert