Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu

Knatt­spyrnu­dóm­ar­inn sem varð fyr­ir lík­ams­árás í ut­an­d­eild­ar­leik sl. þriðju­dags­kvöld seg­ist ætla að kæra árás­ina til lög­reglu. „Það er búið að gera lög­reglu­skýrslu [...] Hún er ekki kom­in inn en er á leiðinni,“ sagði Val­ur Stein­gríms­son í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir annað fólk, m.a. aðra dóm­ara, hafa ein­dregið hvatt hann til þess að kæra árás­ina.

Val­ur þurfti að leita aðhlynn­ing­ar á Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­húsi eft­ir árás­ina. Hann hafði vikið árás­ar­mann­in­um af velli og hann svaraði aft­ur fyr­ir sig með því að slá til dóm­ar­ans og sparka und­an hon­um fót­un­um.

Val­ur seg­ist hafa fengið fjöl­mörg sím­töl frá fólki sem hafa hvatt hann til þess að kæra árás­ina, m.a. einn dóm­ari. Fólkið hef­ur sagt að það verði að kæra í mál­inu vegna allra dóm­ara í land­inu því „svona fram­koma er ekki líðandi neins staðar,“ seg­ir Val­ur. Hann bæt­ir því við að sem bet­ur fer sé svona fram­koma á knatt­spyrnu­vell­in­um afar sjald­gæf.

Kær­an verður af­hent lög­regl­unni í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka