Ljósanótt sett í Reykjanesbæ

Börn tóku þátt í setningarathöfninni í dag.
Börn tóku þátt í setningarathöfninni í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Grunnskólanemar og leikskólabörn í Reykjanesbæ slepptu í dag á þriðja þúsund marglitum blöðrum við setningu Ljósanætur við Myllubakkaskóla. Var blöðrunum ætlað að tákna jöfnuð og umburðarlyndi í fjölmenningarsamfélaginu.

Ljósanótt er nú haldin í áttunda sinn. Áður en blöðrunum var sleppt var hið klassíska Ljósanæturlag sungið af viðstöddum undir stjórn Nylon, Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanæturnefndar, og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, sem spilaði undir á gítar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert