Öldruð kona liggur beinbrotin á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að verja lítinn hund sinn fyrir árás stórs hunds sem stökk inn í garð hennar í Mosfellsbæ. Tvísýnt var um líf litla hundsins hennar í nokkra daga. Árni Davíðsson, starfandi framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar, segir að þangað berist talsvert af kvörtunum vegna lausagöngu hunda. Þeir sem séu handsamaðir séu þó færri en kvartanirnar.
Lausaganga hunda er algengasta kvörtunin sem Heilbrigðiseftirlitinu í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Álftanesi berst, að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins á þessum stöðum. Það er mat Guðmundar að óskráðir hundar gangi oftar lausir en skráðir.
„Það eru talsverð brögð að lausagöngu hunda en hún hefur þó minnkað," segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Helgi segir að árlega séu á annað hundrað hunda handsamaðir í Reykjavík og er þá farið með þá í hundageymslu þaðan sem eigendur þeirra þurfa að leysa þá út en slíkt getur kostað yfir 20 þúsund krónur. Helgi segir kvartanirnar vegna lausagöngu hunda fleiri en útköllin.
Nánar í Blaðinu