Mest kvartað undan hundum

Eft­ir Ingi­björgu B. Sveins­dótt­ur - ingi­bjorg@bla­did.net

Öldruð kona ligg­ur bein­brot­in á sjúkra­húsi eft­ir að hafa reynt að verja lít­inn hund sinn fyr­ir árás stórs hunds sem stökk inn í garð henn­ar í Mos­fells­bæ. Tví­sýnt var um líf litla hunds­ins henn­ar í nokkra daga. Árni Davíðsson, starf­andi fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Mos­fells­bæj­ar, seg­ir að þangað ber­ist tals­vert af kvört­un­um vegna lausa­göngu hunda. Þeir sem séu hand­samaðir séu þó færri en kvart­an­irn­ar.

Lausa­ganga hunda er al­geng­asta kvört­un­in sem Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu í Hafnar­f­irði, Kópa­vogi, Garðabæ og Álfta­nesi berst, að sögn Guðmund­ar Ein­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins á þess­um stöðum. Það er mat Guðmund­ar að óskráðir hund­ar gangi oft­ar laus­ir en skráðir.

„Það eru tals­verð brögð að lausa­göngu hunda en hún hef­ur þó minnkað," seg­ir Helgi Helga­son, hunda­eft­ir­litsmaður hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur. Helgi seg­ir að ár­lega séu á annað hundrað hunda hand­samaðir í Reykja­vík og er þá farið með þá í hunda­geymslu þaðan sem eig­end­ur þeirra þurfa að leysa þá út en slíkt get­ur kostað yfir 20 þúsund krón­ur. Helgi seg­ir kvart­an­irn­ar vegna lausa­göngu hunda fleiri en út­köll­in.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka