Segir Sjálfstæðisflokk varla standa að endurskoðun vatnalaga

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Útvarpsins, að hann trúi því vart að þingflokkurinn standi að endurskoðun vatnalaganna. Fram kom í gær, að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, hafi falið embættismönnum í iðnaðarráðuneytinu, að endurskoða vatnalögin, sem taka gildi í nóvember.

Sigurður Kári sagði ákvörðun ráðherrans eftirhreytur frá því hann var í stjórnarandstöðu og að þingflokkur Sjálfstæðisflokks standi varla að breytingum á lögunum. Ríkið geti bakað sér bótaskyldu með þeim breytingum sem ráðherra leggi upp með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert