Lítið virðist hægt að gera til að verjast ómerktum og óumbeðnum fjölpósti. Ekki er vikið í lögum að rétti viðtakenda til að afþakka fjölpóst. Ágústa Hrund Steinarsdóttir hjá Íslandspósti segir póstkassa eða póstlúgu skilgreinda í lögum sem kassa eða rifu á byggingu fyrir söfnun póstsendinga. Strangt til tekið eigi fólk ekki lúgurnar og Íslandspósti sé skylt að dreifa póstinum.
Sjá nánar í Morgunblaðinu