Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Þorkell

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur tók fyr­ir á fundi sín­um í dag til­lögu um að beina því til eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar, Akra­nes­bæj­ar og Borg­ar­byggðar, að breyta rekstr­ar­formi fyr­ir­tæk­is­ins úr sam­eign­ar­fé­lagi í hluta­fé­lag. Eng­in áform eru uppi um að einka­væða OR, sam­kvæmt bók­un meiri­hlut­ans í stjórn fé­lags­ins.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að af­greiðslu til­lög­unn­ar var frestað, en samþykkt að senda hana fjöl­miðlum þar sem fjar­stadd­ir aðal­menn í stjórn, sem þó höfðu boðað vara­menn sína, hefðu kosið að gera hana tor­tryggi­lega, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá OR.

Boðaður hef­ur verið fund­ur í stjórn Orku­veit­unn­ar á mánu­dag.

Í bók­un meiri­hluta stjórn­ar­inn­ar seg­ir að verði til­lag­an samþykkt fel­ist í því sókn­ar­færi fyr­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur, hér á landi sem er­lend­is, en eng­in áform eig­enda um sölu á eign­ar­hlut­um sín­um. „Eng­ar til­lög­ur liggja fyr­ir um einka­væðingu fyr­ir­tæk­is­ins og verða ekki flutt­ar af nú­ver­andi stjórn,“ seg­ir í bók­un­inni.

Þar seg­ir enn frem­ur: „Nú­ver­andi sam­eign­ar­fé­lags­form legg­ur óþarf­lega mikl­ar ábyrgðir á eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins um leið og skýr merki eru um, að það sé farið að verða Orku­veit­unni fjöt­ur um fót í rekstri sín­um, sér­stak­lega þeim hluta hans sem er á sam­keppn­ismarkaði.

Sem full­trú­ar allra eig­enda Orku­veit­unn­ar munu und­ir­ritaðir stjórn­ar­menn beita sér fyr­ir mál­efna­legri umræðu á vett­vangi sveit­ar­stjórn­anna og öðrum op­in­ber­um vett­vangi um rekstr­ar­form fyr­ir­tæk­is­ins.“

Und­ir þessa bók­un skrifuðu stjórn­ar­menn­irn­ir Hauk­ur Leós­son formaður, Björn Ingi Hrafns­son vara­formaður, Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, Gunn­ar Sig­urðsson og Björn Bjarki Þor­steins­son, áheyrn­ar­full­trúi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka