Tillga um stofnun Eignajóðs Reykjavíkurborgar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri lagði til við borgarráð í dag, að stofnaður verði Eignasjóður sem fer með rekstur, kaup og sölu eigna borgarinnar. Einnig lagði borgarstjóri til, að stofnað verði nýtt svið hjá Reykjavíkurborg sem ber nafnið Umhverfis- og samgöngusvið.

Gert er ráð fyrir að Eignasjóður taki við verkefnum Framkvæmdasviðs og skipulagssjóðs og framkvæmdaráð og stjórn skipulagssjóðs verða lögð niður. Stjórn Eignasjóðs mun heyra undir borgarráð.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir, að með þessum breytingum fáist tækifæri til að efla vægi umhverfisins við rekstur borgarlandsins og mótun samgöngumannvirkja, þar sem undirbúningur stofnframkvæmda, þar með talin forhönnun vegna umferðarmannvirkja og opinna svæða verður á forræði Umhverfis- og samgöngusviðs í samráði við Eignasjóð og Skipulags- og byggingarsvið.

Fyrirhugaðar breytingar munu ekki leiða til uppsagna starfsfólks, en almennt er gert ráð fyrir að starfsmenn færist með þeim meginverkefnum sem þeir hafa með höndum til nýs Eignasjóðs eða eftir atvikum til Umhverfis- og samgöngusviðs. Tilfærslur starfsmanna í starfi munu ekki raska áunnum réttindum þeirra, segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert