Einkahlutafélagið Heilsumiðstöð Íslands ætlar að reisa 35.000 fermetra heilsumiðstöð í Garðabæ, en þetta kom fram í kvöldfréttatíma Útvarps. Framkvæmdastjóri félagsins reiknar með að hún verði tilbúin eftir 3 ár og þar verði allt að 300 sjálfstætt starfandi læknar.
Að sögn fréttastofu Útvarps verður heilsumiðstöðin í Vetrarmýri í Garðbæ, að auki verður byggt 15.000 fermetra hótel. Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvar Íslands, vonast til að miðstöðin verði komin í gagnið eftir 3 ár.
Í miðstöðinni verða 2-300 sjálfstætt starfandi læknar. Þar verður einnig ýmiss konar stoðþjónusta - eins og blóðrannsókn, myndgreining og sjúkraþjálfun.