216 Land Roverjeppar hafa selst á árinu, sem er töluvert meira en allt árið í fyrra þegar 154 Land Roverjeppar seldust. „Það eru vissulega fleiri sem hafa efni á þessum bílum," segir Erna Gísladóttir, forstjóri B & L, sem hefur umboð fyrir Land Rover.
Undirtegund Land Rover, Range Rover, er vinsælasti meðlimur Roverfjölskyldunnar. 88 slíkir jeppar hafa selst á árinu, en kynningarefni jeppans gefur til kynna að hann sé allt annað en hógvær. „Það fyrsta sem þú tekur eftir, þegar þú ekur af stað, er ólýsanleg kyrrðin. Eini hávaðinn sem kynni að angra þig, kæmi þá frá þróuðu afþreyingarkerfi bílsins, en það spannar allt frá 6,5 tommu litaskjá að 360 gráðu tvíóma hljómflutningskerfi."
Milljónamæringar landsins láta ekki segja sér tvisvar frá afþreyingarkerfinu þróaða, því Björgólfur Guðmundsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn M. Jónsson eru aðeins lítill hluti af eigendahópnum.
Nánar í Blaðinu í dag