Innbrot í hús í Garðabæ upplýst

Innbrot á heimili við Bæjargil í Garðabæ, þar sem óviðkomandi menn höfðu hreiðrað um sig í húsnæði fólks sem þá var erlendis, hefur verið upplýst. Um var að ræða fjóra pilta á tvítugsaldri, sem hafa verið yfirheyrðir og allir játað aðild sína að málinu.

Einn mannanna þekkti til íbúanna í húsinu og vissi um för þeirra til útlanda. Hluti af því sem stolið var hefur verið endurheimt en m.a. var stolið tölvum, flatskjá, heimabíói og skartgripum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert