Kærir árásarmanninn

Knatt­spyrnu­dóm­ar­inn sem varð fyr­ir lík­ams­árás eft­ir leik í ut­an­d­eild­inni á þriðju­dags­kvöld hef­ur ákveðið að kæra árás­ar­mann­inn. "Það er búið að gera lög­reglu­skýrslu. [...] Hún er ekki kom­in inn en er á leiðinni," sagði dóm­ar­inn, Val­ur Stein­gríms­son, um miðjan dag í gær.

Stjórn ut­an­d­eild­ar­inn­ar hef­ur einnig kveðið upp úr­sk­urð vegna máls­ins; niðurstaðan er sú að viðkom­andi leikmaður, og árás­armaður, fær eins árs leik­bann auk þess sem hann fær ekki að spila með liði sínu í þeim leikj­um sem eft­ir eru af yf­ir­stand­andi tíma­bili. Í til­kynn­ingu frá stjórn­inni seg­ir m.a. "Við höfn­um öllu of­beldi, sama hver birt­ing­ar­mynd þess er." Einnig er áréttað að viðlíka hegðun verði ekki liðin.

Ekki er vitað til þess að at­vik sem þetta hafi áður komið upp í ut­an­d­eild­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert