Ljósanótt hafin í Reykjanesbæ

Ljósanótt hófst í gær í Reykjanesbæ og stendur yfir um helgina. Það er þungt yfir en bæjarbúar láta það ekki draga úr sér móðinn, fjöldi viðburða er fyrirhugaður, myndlista- og ljósmyndasýningar standa yfir víðsvegar um bæinn, fjöldi tónleika verða fyrir alla aldurshópam maraþon og barnadagskrá svo nokkuð sé nefnt.

Þegar mbl.is fór um bæinn í dag mátti sjá dans, glerblástur í eina opna glerverkstæðinu á Íslandi, sem opnað verður formlega eftir hálfan mánuð, málverkasýningu Fríðu rögnvaldóttur í Gömlubúð og ljósmyndasýningu Einars Fals Ingólfssonar þar sem hann ber saman minningar um bernskuslóðirnar við raunveruleikann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert