Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar

Steingrímur S. Ólafsson.
Steingrímur S. Ólafsson.

Stein­grím­ur Ólafs­son, nýráðinn frétta­stjóri Stöðvar 2, seg­ir að upp­sögn Þóru Krist­ín­ar Ásgeirs­dótt­ur frétta­manns hefði ekki verið lituð af neinni póli­tík. Þóra Krist­ín sagði fyrr í dag að hún hefði verið ósátt við ráðningu Stein­gríms og taldi að störf hans sem upp­lýs­inga­full­trúa Hall­dórs Ásgríms­son­ar eyðilegði trú­verðug­leika frétta­stofu Stöðvar 2.

Stein­grím­ur sagðist hafa tekið við hópi frétta­manna og þann hóp vildi hann móta eft­ir sínu höfði og að það hafi verið ákveðið að gera breyt­ingu á hópn­um.

Stein­grím­ur sagði að það kæmi stjórn­mál­um lítið við þó hann hefði starfað sem upp­lýs­inga­full­trúi í ráðuneyti. Hann bætti við að aðrir hefðu fyllt þetta skarð og að frétta­stof­an yrði öfl­ugri en nokkru sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert