Stuðningur við ríkisstjórnina dalar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Rík­is­stjórn­in nýt­ur nú stuðnings um 80% kjós­enda sam­kvæmt mæl­ingu Capacent Gallup í ág­úst. Stuðning­ur við stjórn­ina dal­ar um þrjár pró­sent­ur frá þeim tveim­ur mæl­ing­um sem gerðar hafa verið eft­ir kosn­ing­ar.

Fram kem­ur að fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist tæp­lega 42%, sem er lækk­un um ríf­lega þrjár pró­sent­ur frá síðustu mæl­ingu, en þá var fylgi flokks­ins með því mesta sem mælst hef­ur.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með nær 29% fylgi sem er svipað og það hef­ur mælst í þeim mæl­ing­um sem gerðar hafa verið eftir­kosn­ing­arn­ar í maí.

Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð mæl­ist í ág­úst með ná­lægt 16% fylgi, sem er aukn­ing um tæp­lega þrjú pró­sentu­stig frá fyrri mánuði.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær naum­lega 9% fylgi í þess­ari mæl­ingu, sem er um einu pró­sentu­stigi meira en fyr­ir mánuði.

Fylgi Frjáls­lyndra lækk­ar lít­il­lega milli mæl­inga og mæl­ist flokk­ur­inn með 4% fylgi.

Íslands­hreyf­ing­in-lif­andi land mæl­ist nú með rúm­lega 1% fylgi sem er óveru­leg lækk­un frá síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka