Stuðningur við ríkisstjórnina dalar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings um 80% kjósenda samkvæmt mælingu Capacent Gallup í ágúst. Stuðningur við stjórnina dalar um þrjár prósentur frá þeim tveimur mælingum sem gerðar hafa verið eftir kosningar.

Fram kemur að fylgi Sjálfstæðisflokks mælist tæplega 42%, sem er lækkun um ríflega þrjár prósentur frá síðustu mælingu, en þá var fylgi flokksins með því mesta sem mælst hefur.

Samfylkingin mælist nú með nær 29% fylgi sem er svipað og það hefur mælst í þeim mælingum sem gerðar hafa verið eftirkosningarnar í maí.

Vinstrihreyfingin-grænt framboð mælist í ágúst með nálægt 16% fylgi, sem er aukning um tæplega þrjú prósentustig frá fyrri mánuði.

Framsóknarflokkurinn fær naumlega 9% fylgi í þessari mælingu, sem er um einu prósentustigi meira en fyrir mánuði.

Fylgi Frjálslyndra lækkar lítillega milli mælinga og mælist flokkurinn með 4% fylgi.

Íslandshreyfingin-lifandi land mælist nú með rúmlega 1% fylgi sem er óveruleg lækkun frá síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert