Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2

Haft var samband við Þóru Kristínu fréttamann í sumarleyfið og …
Haft var samband við Þóru Kristínu fréttamann í sumarleyfið og henni sagt upp störfum á Stöð 2. mynd/Siv Friðleifsdóttir

Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur fréttamanni á Stöð 2 hefur verið sagt upp störfum. Hún sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hún hefði verið ósátt við ófaglega ráðningu Steingríms Ólafssonar, fyrrum upplýsingafulltrúa Halldórs Ásgrímssonar, sem fréttastjóra. „Ráðning hans leggur trúverðugleika fréttastofunnar í rúst og bendir til þess að menn kunni ekki að umgangast fréttastofur,” sagði Þóra Kristín.

„Það er að koma þarna inn maður sem var starfandi í pólitík fyrir stuttu síðan,” sagði Þóra Kristín sem hefur aðallega séð um stjórnmálaskrif fyrir Fréttastofu Stöðvar 2.

„Það var ekki gefin nein ástæða fyrir brottrekstrinum og það hefur ekki verið kvartað undan mínum störfum, þvert á móti,” sagði Þóra Kristín og bætti því við að hún væri ánægð með sinn starfslokasamning við fyrirtækið og samskiptin við aðra stjórnendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka