Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setti hið alþjóðlega vináttuhlaup World Harmony í dag. Vilhjálmur afhenti fyrsta hlauparanum, Stacey Marsh frá Nýja-Sjálandi, Vináttukyndilinn er hann setti hlaupið.
Vináttuhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem er hlaupið í öllum heimsálfum. Fram kemur í tilkynningu að hlaupið verði á Íslandi dagana 31. ágúst til 3. september.
Hlaupararnir sem komu til Íslands eru á ferð um 49 lönd í Evrópu og Norður-Afríku, en leið þeirra hófst þann 7. mars í Portúgal og lýkur þann 9. október í Hollandi.
Hlauparar frá Tékklandi, Austurríki, Þýskalandi, Ungverjalandi og Nýja-Sjálandi eru nú staddir hér á landi til þess að taka þátt í hlaupinu.