79% ánægð með reykingabannið

Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ánægður með reykingabann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi hinn 1. júní síðastliðinn. Um 79% segjast vera ánægð með bannið. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Karlar eru ánægðari með bannið en 83% karla lýstu ánægju með bannið en 75% kvenna.

Nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47% segist vera ánægður með reykingabannið, en tæplega 40% eru óánægð.

Gallup spurði líka um afstöðu svarenda til lækkunar áfengisgjalds. Mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að lækka áfengisgjald eða 64%. Um 22% eru andvíg því að lækka áfengisgjald.

Um 69% karla eru hlynnt lækkun áfengisgjalds en 58% kvenna. Yngri aldurshópar eru hlynntari lækkun gjaldsins en hinir eldri og eftir því sem tekjur fólks hækka því hlynntara er það lækkun.

Meirihluti þjóðarinnar telur líklegt að lækkun áfengisgjalds leiði til aukinnar sölu áfengis. Um 58% töldu það líklegt, en 30% töldu það ólíklegt.

Ríkisstjórnin með 80% fylgi

Litlar breytingar eru á fylgi við flokkana í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn dalar þó aðeins frá síðustu könnun og fer úr 45% í 42%. Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi og mælist með 29% fylgi. VG fer úr 13% fylgi í 16%. Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega 9% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn fær 4%. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 80%.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert