Eldsneytisverð hækkar

Stóru olíufélögin hafa hækkað verð á eldsneyti um tvær krónur og kostar lítri af bensíni nú að jafnaði 128 krónur í sjálfsafgreiðslu og lítri af dísilolíu kosta 127 krónur. Á stöðvum Atlantsolíu, ÓB og Ego kostar bensínlítrinn áfram 124,40 krónur og dísilolíulítrinn 123,40 krónur. Á stöðvum Orkunnar er verðið 0,10 krónum lægra.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir á vef sínum, að íslensku olíufélögin hafi verið að hækka álagningu á bæði bensíni og dísilolíu yfir sumarmánuðina. Töluverðar breytingar hafi verið á gengi íslensku krónunnar og á heimsmarkaðsverði olíu undanfarna daga en það skýri ekki verðhækkunina. Olíufélögin hækkuðu verð 4. ágúst sl. þannig að bensínlítrinn með þjónustu fór í 132 krónur á sama tíma og kostnaðarverðið var um 37 krónur á lítra. Núna hækki verðið í 133 krónur þegar kostnaðarverðið sé um 35 krónur á lítra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert