Eldsneytisverð hækkar

Stóru olíu­fé­lög­in hafa hækkað verð á eldsneyti um tvær krón­ur og kost­ar lítri af bens­íni nú að jafnaði 128 krón­ur í sjálfsaf­greiðslu og lítri af dísi­lol­íu kosta 127 krón­ur. Á stöðvum Atlantsol­íu, ÓB og Ego kost­ar bens­ín­lítr­inn áfram 124,40 krón­ur og dísi­lolíu­lítr­inn 123,40 krón­ur. Á stöðvum Ork­unn­ar er verðið 0,10 krón­um lægra.

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda seg­ir á vef sín­um, að ís­lensku olíu­fé­lög­in hafi verið að hækka álagn­ingu á bæði bens­íni og dísi­lol­íu yfir sum­ar­mánuðina. Tölu­verðar breyt­ing­ar hafi verið á gengi ís­lensku krón­unn­ar og á heims­markaðsverði olíu und­an­farna daga en það skýri ekki verðhækk­un­ina. Olíu­fé­lög­in hækkuðu verð 4. ág­úst sl. þannig að bens­ín­lítr­inn með þjón­ustu fór í 132 krón­ur á sama tíma og kostnaðar­verðið var um 37 krón­ur á lítra. Núna hækki verðið í 133 krón­ur þegar kostnaðar­verðið sé um 35 krón­ur á lítra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert