Hannes vann Lenku í 5. umferð

Hannes Hlífar í þungum þönkum.
Hannes Hlífar í þungum þönkum.

Hannes Hlífar Stefánsson vann Lenku Ptácníková í 5. umferð Íslandsmótsins í skák í dag og er kominn með 1,5 vinninga forskot á næstu menn, þá Stefán Kristjánsson og Þröst Þórhallsson, sem gerðu báðir jafntefli í dag og Braga Þorfinnsson, sem vann. Hannes Hlífar er með 4,5 vinninga en þeir Bragi, Stefán og Þröstur 3 vinninga.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem er aðeins 14 ára, er efst á Íslandsmóti kvenna í skák, með fullt hús, eftir sigur á Sigríði Björgu Helgadóttur í 4. umferð í dag. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann Hörpu Ingólfsdóttur en þær hafa báðar 3 vinninga. Hallgerður og Guðlaug mætast á morgun í skák, sem gæti ráðið úrslitum á mótinu.

Þorvarður Fannar Ólafsson og Sverrir Örn Björnsson eru efstir með 4,5 vinning að lokinni 5. umferð áskorendaflokks.

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir er efst í kvennaflokki.
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir er efst í kvennaflokki.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert