Bloggvefur mbl.is er meðal þeirra verkefna, sem tilnefnd hafa verið af Íslands hálfu í vef- og margmiðlunarkeppnina World Summit Award, sem fer fram á tveggja ára fresti á vegum Sameinuðu þjóðanna. Alls eru tilnefnd verkefni í átta flokka og var Moggabloggið tilnefnt í flokki efnis, sem stuðlar að því að brúa bil milli menningarheima.
Íslensku tilnefningarnar voru eftirtaldar:
Menntun (eLearning): www1.nams.is/fuglar/ - Námsgagnastofnun og Jóhann Óli Hilmarsson
Menning (eCulture): www.menningarnott.is - Reykjavíkurborg og Gagarín ehf.
Vísindi (eScience): www.islendingabok.is - Íslensk erfðagreining ehf og Friðrik Skúlason ehf.
Opinber stjórnsýsla (eGovernment): Rafræn skilríki- Fjármálaráðuneytið og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV)
Heilsa (eHealth): www.heilsugaeslan.is - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Gagarín ehf.
Viðskipti (eBusiness): www.ja.is - Já upplýsingaveitur ehf
Afþreying (eEntertainment):www.lazytown.com - LazyTown Entertainment
Efni sem stuðlar að því að brúa bil milli menningarheima (eInclusion): www.mbl.is/mm/blog/ - Morgunblaðið-Árvakur.
Settur var á fót hópur sem valdi verkefnin sem tilnefnd eru frá Íslandi. Hópinn skipuðu Sigfús Þ. Sigmundsson, forsætisráðuneyti, Hrafnhildur Tryggvadóttir, menntamálaráðuneyti, Guðmundur Ásmundsson og Haraldur D. Nelson frá Samtökum Iðnaðarins.
Á árinu 2005 var fyrirtækið, 3-plus, sem framleiðir leiktækið DVD-Kids fyrir börn, einn af 40 vinningshöfunum í keppninni.