Ný vefsíða barnastarfs kirkjunnar opnuð

Biskup Íslands opnaði í morgun nýja vefsíðu barnastarfs kirkjunnar, við athöfn á fjölmennu barnastarfsnámskeiði í Grensáskirkju. Á síðunni eru meðal annars upplýsingar um það hvar og hvenær sunnudagaskóli er í kirkjum höfuðborgarsvæðisins og víðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Sunnudagaskólinn hefst í flestum kirkjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu 2. september. Tólf til fimmtán þúsund börn sækja árlega Barnastarf kirkjunnar sem nær auk sunnudagaskólans yfir margs konar annað starf, svo sem skipulagt starf í fjölmörgum söfnuðum fyrir 6-9 ára börn og 10-12 ára börn, barnakóra og fleira.

Vefsíða barnastarfs kirkjunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert