Nýr bátur afhentur á Akureyri

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Síðdegis í gær var sjósettur nýr og bátur hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri. Báturinn, sem ber nafnið Sæunn Sæmunds ÁR 60, er af gerðinni Seigur 1300W, og er 14,9 brúttótonna hálfyfirbyggður línubátur með beitningavél um borð.

Sæunn Sæmunds er í eigu útgerðarfélagsins Hrímgrundar ehf. í Þorlákshöfn en að því standa hjónin Þorvaldur Garðarsson skipstjóri og Guðbjörg María Kristjánsdóttir.

Sæunn Sæmunds er fyrsti báturinn sem Seigla afhendir eftir flutning fyrirtækisins norður yfir heiðar, að undanskildum bátum sem smíðaðir voru fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert