Nýtt uppsjávartogskip Ísfélags Vestmannaeyja, Álsey VE-2, kom til heimahafnar í dag. Skipið, sem áður hét M/V Delta var smíðað í Noregi 1987 og er 65,65 metrar að lengd og 12,60 metrar að breidd. Burðargeta þess er um 2000 tonn í 9 tönkum Skipstjóri á Álsey verður Ólafur Á. Einarsson og mun skipuð fljótlega halda til veiða. Skipið verður til sýnis fyrir almenning frá klukkan 14 til 16 á morgun.
Ísfélagið seldi í sumar uppsjávartogskipið Álsey VE, sem hafði verið í eigu félagsins síðan vorið 2005. Þá seldi félagið einnig uppsjávarveiðiskipið Antares VE.