Ölvaður ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hamarsvegi við Týsvöllinn svokallaða í Vestmannaeyjum um þrjúleytið í nótt. Atvikið varð um fjögurleytið í nótt, en dansleikur á vegum framhaldsskólans í bænum fór fram í gærkvöldi í Týsheimilinu. Enginn meiddist við óhappið.
Ökumaðurinn, sem er sautján ára og fékk ökuréttindi í ágúst sl., ók af stað og er sagður hafa komist um 150 metra áður en hann missti bifreiðina út af veginum. Við það valt bifreiðin niður slakka og hafnaði á toppnum inni á Týsvellinum. Ökumaðurinn reyndist óviðræðuhæfur sökum ölvunar, hann gistir nú fangageymslur og verður væntanlega yfirheyrður síðar í dag.