Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga

Félagsmálaráðherra hefur skipað vinnuhóp fulltrúa stjórnvalda sem hefur það markmið að efla samvinnu þeirra aðila innan stjórnsýslunnar sem koma að málefnum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og vinna að nánari útfærslu á fyrirkomulagi slíkrar samvinnu.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir í tilkynningu að menn séu sammála um að gildandi lög séu góður grunnur til þess að byggja á við eftirlit með skráningu, aðbúnaði og kjörum útlendinga hér á landi og hún vilji sjá löggjöfinni beitt með faglegum og markvissum hætti. Það verði ekki annað liðið en að lögum og reglum verði fylgt í hvívetna og að stofnanir og embætti ríkisins, sem eiga að sinna eftirliti með framkvæmd þeirra standi vel vaktina.

Vinnuhópurinn skal skila ráðherra greinargerð um fyrirkomulag samvinnu, samræmingu upplýsinga hjá mismunandi aðilum og hert eftirlit eigi síðar en 1. nóvember nk. Hópinn skipa eftirtalin:

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, formaður.
Skúli Guðmundsson tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir tilnefnd af dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Sigurgeir Sigmundsson tilnefndur af ríkislögreglustjóra. Til vara: Rakel Árnadóttir.
Grétar Þór Kristinsson tilnefndur af ríkisskattstjóra. Til vara: Hrefna Einarsdóttir.
Sverrir Óskarsson tilnefndur af Tryggingastofnun ríkisins. Til vara: Margrét Jónsdóttir.
Eva Sigrún Óskarsdóttir tilnefnd af Útlendingastofnun.
Þórunn Sveinsdóttir tilnefnd af Vinnueftirliti ríkisins. Til vara: Björn Þór Rögnvaldsson.
Gissur Pétursson tilnefndur af Vinnumálastofnun. Til vara: Unnur Sverrisdóttir.

Starfsmaður vinnuhópsins verður Bjarnheiður Gautadóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, sem jafnframt er skipuð varamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert