Vildi að Samskip tæki við Grímseyjarferjunni

Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Þessi tillaga Einars kom fram í niðurlagi tölvupósts sem hann sendi Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra 15. september 2005, eða einum og hálfum mánuði áður en skipið var keypt. Á þessum tíma stóðu yfir samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og norsks skipamiðlara vegna kaupanna á skipinu.

Einar sá um samskiptin fyrir hönd Vegagerðarinnar. Þegar ofangreindur tölvupóstur var sendur hafði náðst samkomulag um alla þætti kaupanna utan kaupverðsins, en lítið bar þó á milli. Í niðurlagi póstsins segir orðrétt að „ef Vegagerðin ætlar að taka ofangreindu gagntilboði, þá vill ég árétta skoðanir mínar um að Vegagerðin framselji Oilean Arann-pakkann til Samskipa, gegn samningi um siglingar til langs tíma. Ég veit af samtölum mínum við Kristján Ólafsson að Samskip er reiðubúið í slíka samninga. Þó það sé e.t.v. andstætt mínum persónulegu hagsmunum (heilmikil vinna sem fylgir Oilean Arann), þá tel ég að um einstakt tækifæri sé að ræða fyrir Vegagerðina að losna úr skipaeign, en samtímis uppfylla skyldur sínar gagnvart siglingum til Grímseyjar."

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert