Ríflega 70% landsmanna vilja ekki skattalækkanir verði það til þess að draga úr opinberri þjónustu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem fræðimenn við Háskóla Íslands vinna að og vitnað var til í fréttum Útvarpsins.
Fræðimenn við Háskóla Íslands vinna nú að íslensku kosningarannsókninni en það er spurningakönnunum sem lögð var fyrir kjósendur eftir alþingiskosningarnar í vor.