Líkur á frosti inn til landsins í nótt

Veðurstofan spáir norðaustan og norðan 5-10 metrum á sekúndu en að lægi í kvöld. Yfirleitt verður þurrt og bjart vestanlands en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti verður 4 til 12 stig, hlýjast sunnanlands, en líkur eru á frosti inn til landsins norðan- og austantil í nótt.

Á morgun er gert ráð fyrir vaxandi suðaustanátt og að fari að rigna, fyrst suðvestanlands. Vindhraði verður 13-20 m/s síðdegis, hvassast við vesturströndina en mun hægari vindur og þurrt norðaustantil. Heldur mun hlýna í veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert