Þúsundir fylgdust með flugeldasýningu Ljósanætur

Flugeldasýningin í lok Ljósanætur var tilkomumikil en tmikill reykjarmökkur myndaðist …
Flugeldasýningin í lok Ljósanætur var tilkomumikil en tmikill reykjarmökkur myndaðist í logninu. mbl.is/GSH

Tugir þúsunda fylgdust með flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ í kvöld þótt veðrið væri nokkuð vott á köflum. Miklar umferðartafir urðu í bænum í kjölfarið og stýrði lögregla umferð á helstu gatnamótum. Einnig urðu tafir á Reykjanesbraut fram eftir nóttu.

Fjölmenni hefur tekið þátt í dagskránni í dag, bæði þeim liðum sem fóru fram utan dyra og einnig sýningar og annað sem er innan dyra. Allt hefur farið vel fram um helgina. Ljósanótt lýkur á sunnudag.

Rúnar Júlíusson og Jóhann Helganótt fluttu Ljósanæturlagið á útisviði.
Rúnar Júlíusson og Jóhann Helganótt fluttu Ljósanæturlagið á útisviði. mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka